top of page

Uppistaðan í hrossaræktinni í dag á Stangarlæk 1 er byggð á tveim hryssum frá Kjarnholtum 1 í Biskupstungum, Rakettu og Vordísi frá Kjarnholtum.

Á Stangarlæk 1 fæðast 2-4 folöld á ári.

______ 

Raketta og Vordís frá Kjarnholtum 1

Það var árið 2007 sem Ragna og Birgir ákváðu að fara á stúfana og reyna að eignast 1-2 ræktunarhryssur til að styrkja og stuðla að framþróun á hrossaræktinni á Stangarlæk 1. Það æxlaðist þannig að það stóð til boða að skoða unghryssur úr ræktun Magnúsar Einarssonar og Guðnýjar Höskuldssdóttir á Kjarnholtum 1. Útkoman úr þeirri heimsókn var að keyptar voru tvær þriggja vetra hryssur, systur undan Glað frá Kjarnholtum og Heru og Hörpu frá Kjarnholtum. Sú ákvörðun hefur reynst afdrifarík og mikið gæfuspor fyrir hrossarækt á Stangarlæk 1.

Raketta

Raketta IS2004288562 frá Kjarnholtum er undan Heru IS1995288566 frá Kjarnholtum 1 og Glað IS2001199569 frá Kjarnholtum 1. Raketta er fyrsta afkvæmi Heru sem kemur fyrir dóm en önnur hátt dæmd afkvæmi Heru er þeir bræður Kolskeggur, Rauðskeggur og Álfaskeggur. Raketta er byrjuð að skila afkvæmum og má segja að fyrsta dæmda afkvæmið hennar, Kveikur frá Stangarlæk 1 hafi vakið verðskuldaða athygli á Landsmóti 2018 í Reykjavík. Raketta er flugrúm tölthryssa með gott geðslag og þjála lund.

______

 

Vordís

Vordís IS2004288561 frá Kjarnholtum 1 er undan Hörpu IS1990288561 frá Kjarnholtum 1 og Glað IS2001199569 frá Kjarnholtum 1. Vordís er alhliða gæðingur með skeið og tölt sem sínar bestu gangtegundir. Nokkur afkvæma Vordísar eru nú í tamningu og lofa góðu.

Raketta1.jpg
vordís.jpg
bottom of page