top of page

Kveikur

Kveikur er fæddur snemma sumars 2012.  Það fór ekki mikið fyrir honum sem folald nema að því leyti að honum hefur alltaf þótt gaman að hlaupa og leika sér eins og flest allt ungviði.  Kveikur sýndi fljótlega í uppvextinu að geðslagið hans og nærvera var með því betra sem gerist.  Hann hefur alla tíð verið afskaplega ljúfur og góður við hesta og menn.  Hann sýndi strax mikla mikla mýkt í hreyfingum þannig að eftir var tekið.  Kveikur er næstelsta afkvæmi Rakettu.  Fyrstu afkvæmi Kveiks eru nú í tamningu og virðist það vera svo að Kveikur ætlar að skila fljótt af sér góðum afkvæmum.

bottom of page